Skilaði 9.000 krónum í tekjur

Morgan Freeman.
Morgan Freeman. MAX NASH

Óskarsverðlaunahafinn Morgan Freeman er þekktur fyrir mörg af eftirminnilegri hlutverkum kvikmyndasögunnar. Flestar af myndunum hans ganga ágætlega eða vel í miðasölu og væntingar kvikmyndaunnenda eru talsverðar þegar hann á í hlut. Nýjasta mynd hans virðist aftur á móti hafa slegið nýtt met í Bretlandi. en þar nam hagnaður af miðasölu aðeins um 69 Bandaríkjadölum fyrstu sýningarhelgina. Það gerir um níu þúsund krónur.

Myndin sem nefnist Momentum kostaði 20 milljónir dala í framleiðslu og fjallar um glæpakonu sem tekur að sér síðasta verkefnið en tengist óvænt hryðjuverkasamtökum. Gagnrýnendur hafa aftur á móti farið afar hörðum orðum um myndina og á vefnum Rotten Tomatoes fær hún aðeins hrifningu 26% gagnrýnenda. Miðasalan í Bretlandi slær þó botninn úr þessu öllu saman, en þótt að slæmt gengi sé jafnan huglægt er ekki annað hægt að segja en að þessi niðurstaða sé algjört klúður.

Þess má þó geta að myndin halaði inn talsvert meiru þar sem hún fór beint á stafrænar VOD leigur, en í Sameinuðu arabísku furstadæmunum var hagnaður hennar 275 þúsund dalir og í Rússlandi 250 þúsund dalir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes