Albarn semur fyrir Lísu í undralandi

Damon Albarn er ekki hættur að sýsla við tónlist þrátt …
Damon Albarn er ekki hættur að sýsla við tónlist þrátt fyrir að Blur hafi lagt upp laupana. mbl.is/AFP

Damon Albarn, fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar Blur, semur tónlist fyrir nýjan söngleik sem byggður er á skáldsögu Lewis Carroll, Lísu í undralandi. Fréttastofa AFP greindi frá þessu.

Um þessar mundir eru 150 síðan skáldsagan um hina ævintýragjörnu Lísu leit dagsins ljós, þó menn greini á um nákvæma dagsetningu.

Söngleikurinn, sem frumfluttur verður í kvöld, segir frá unglingsstúlkunni Aly sem á bæði í erfiðleikum heima við, sem og í skólanum. Hún bregður því á það ráð flýja í tölvuveröldina wonder.land í gegnum snjallsímann sinn.

Leikstjóri verksins, Rufus Norris, leitast til við að kanna hvernig ný tækni hefur sett mark sitt á félagsleg samskipti fólks. Einnig er leikverkið dæmigerð uppvaxtarsaga, þar sem fylgst er með raunum stúlku sem tekst á við unglingsárin.

Skáldsagan um Lísu kom fyrst út árið 1865, en síðan hefur hún verið þýdd á 174 tungumál, hið minnsta. Auk hefur fjöldinn allur af kvikmyndauppfærslum verið gerðar eftir bókinni, en sú frægasta er líklega teiknimynd Disney sem kom út árið 1951.

Albarn segist hafa fengið innblástur heiman frá sér við gerð tónlistarinnar.

„Hugmyndin var innblásin af viðbrögðum dóttur minnar við samfélagsmiðlum, og öllu öðru sem ég veit líklega ekki að hún skoðar á netinu.“

„Við ákváðum að tónlistin þyrfti tvö ólík auðkenni, eitt sem tilheyrir tölvuheiminum og annað sem tilheyrir raunheiminum. Einnig hef ég reynt að bæta svolitlu brjálæði við tónlistina, sem er heldur erfitt.“

Sýningar fara fram í London‘s National Theatre, en verkið verður síðan sett upp í París á nýja árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes