Channing Tatum dansar í sjóliðabúningi

Channing Tatum dansandi í sjóliðabúningi og Scarlett Johansson fær sér sundsprett - tvær góðar ástæður til þess að skella sér í kvikmyndahús og sjá nýjustu afurð Coen bræðra, Hail, Caesar!.

Channing Tatum og Jenna Dewan-Tatum
Channing Tatum og Jenna Dewan-Tatum AFP

Það er að minnsta kosti mat George Clooney en hann var meðal gesta á frumsýningu myndarinnar í Los Angeles í gærkvöldi. Clooney leikur í myndinni ásamt fjölmörgum þekktum leikurum. Þeirra á meðal eru auk Tatum og Johansson,  Jonah Hill, Tilda Swinton og Josh Brolin.

Um gamanmynd er að ræða þar sem Josh Brolin, sem fer með hlutverk Eddie Mannix sem vinnur í kvikmyndaiðnaðinum í Hollywood á sjötta áratug síðustu aldar, reynir að komast að því hvað kom fyrir einn af leikurum í kvikmynd sem hvarf á meðan á tökum stóð.

Dolph Lundgren og Jenny Sandersson
Dolph Lundgren og Jenny Sandersson AFP

Clooney mætti á frumsýninguna ásamt eiginkonu sinni Amal. Hann er góður vinur Joel og Ethan Coen en þeir bæði leikstýra myndinni og semja handritið. Meðal verkefna sem Clooney hefur komið að með þeim eru: Burn after Reading (2008), Intolerable Cruelty (2003) og O Brother, Where Art Thou (2000).

Wayne Elliot Knight
Wayne Elliot Knight AFP

Að sögn Clooney eru bræðurnir fyndnir og vel undirbúnir. Þeir geri frábærar myndir og í raun séu allar myndir þeirra stórkostlegar. „Þeir elska starf sitt svo mikið og það gerir alla hluti mun auðveldari,“ segir Clooney sem er mikill áhugamaður um stjórnmál og fylgdist vel með tölum frá Iowa í gærkvöldi í frumsýningarpartýinu. 

Natasha Bassett
Natasha Bassett AFP

Þegar hann heyrði að íhaldsmaðurinn Ted Cruz hafi lagt milljarðamæringinn Donald Trump í forvali repúblikana varð honum að orði: „Þannig að þetta stefnir í áhugavert kosningatímabil.“

Veronica Osorio
Veronica Osorio AFP
Josh Brolin
Josh Brolin AFP
Hjónin Amal og George Clooney mættu á frumsýningu Hail, Caesar!
Hjónin Amal og George Clooney mættu á frumsýningu Hail, Caesar! AFP
Jenna Dewan-Tatum
Jenna Dewan-Tatum AFP
Joel Coen
Joel Coen AFP
Bræðurnir Ethan Coen og Joel Coen
Bræðurnir Ethan Coen og Joel Coen AFP
Amal og George Clooney
Amal og George Clooney AFP
Channing Tatumog Jenna Dewan-Tatum
Channing Tatumog Jenna Dewan-Tatum AFP
Josh Brolin og Kathryn Boyd
Josh Brolin og Kathryn Boyd AFP
Maria Menounos
Maria Menounos AFP
Amal og George Clooney
Amal og George Clooney AFP
Fred Melamed
Fred Melamed AFP
Bræðurnir Ethan Coen og Joel Coen eiga heiðurinn af Hail, …
Bræðurnir Ethan Coen og Joel Coen eiga heiðurinn af Hail, Caesar! AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg