„Pólitískur rétttrúnaður er að eyðileggja grín“

John Cleese hefur sitthvað að segja um húmor.
John Cleese hefur sitthvað að segja um húmor. Skjáskot Youtube

Gamanleikarinn John Cleese heldur því fram að pólitískur rétttrúnaður, ásamt óttanum við að móðga fólk, sé að ganga af gamanleik dauðum. Þá heldur hann því einnig fram að ef fram fer sem horfir geti þetta leitt af sér samfélag líkt því sem lesa má um í skáldsögu George Orwell, 1984.

„Ég hef verið varaður við því að koma fram í háskólum vegna þess að pólitískur rétttrúnaður hefur farið frá því að vera góð hugmynd, frá því að vera: „við skulum ekki gera grín af ákveðnum hópum sem ekki geta séð um sig sjálfir“ til þess þar sem öll gagnrýni getur verið stimpluð sem illkvittni.“

„Heila málið með grín, er að allt grín er gagnrýnið“ sagði Cleese í myndbandi sem birtist á vefsíðunni Big Think.

„Ef fólk fer að hugsa, við megum ekki gagnrýna neinn, við megum ekki móðga neinn, er ekkert skopskyn eftir. Með skopskyninu fer ákveðin samsvörun og eins og ég lít á það gætum við allt eins verið stödd í 1984.“

Myndband Cleese má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes