Lét fjarlægja brjóstin

Caitlyn Jenner var gestur á ráðstefnunni AOL MAKERS á dögunum.
Caitlyn Jenner var gestur á ráðstefnunni AOL MAKERS á dögunum. AFP

Raunveruleikastjarnan Caitlyn Jenner greindi frá því í nýju viðtali að hún hefði í raun hafið kynleiðréttingarferli sitt á níunda áratugnum, áður en hún kynntist fyrrverandi eiginkonu sinni, Kris Jenner.

Ennfremur greinir hún frá því að hún hafi alltaf ætlað sér að gangast undir kynleiðréttingaraðgerð áður en hún næði fertugu, en hafi ekki fylgt ákvörðuninni eftir fyrr en á síðasta ári.

Þá segist hún hafa gengist undir hormónameðferð á níunda áratugnum, sem varð til þess að henni uxu brjóst. Eftir að hún hóf samband sitt við Jenner lét hún þó fjarlægja þau með skurðaðgerð.

„Ég byrjaði í hormónameðferð. Ég var komin í skálastærð 36B. Ég elskaði þau og hugsaði með mér að þetta væri frábært. Ætlunarverk mitt á þeim tíma var að ganga í gegnum umbreytinguna áður en ég næði 40 ára aldri. En svo gat ég það bara ekki og stuttu seinna hitti ég Kris.“

„Í raun og veru lét ég fjarlægja brjóstin. Ég hef aldrei sagt neinum það fyrr.“

Hún segist alla tíð hafa verið hreinskilin við fyrrverandi eiginkonu sína, sem þó setti henni reglur, líkt og fram kemur í frétt Daily Mail.

„Reglurnar voru þær að ég mátti ekki klæða mig upp, sérstaklega ekki heima við. Ef ég þyrfti nauðsynlega að gera það ætti ég að gera það á ferðalögum.“

Jenner hefur verið dugleg að tjá sig um málefni trans-fólks, en önnur þáttaröð af raunveruleikaþætti hennar I am Cait fer í sýningar síðar á árinu.

Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes