Idris Elba sópar að sér verðlaunum

Idris Elba mokar inn verðlaunum fyrir frammistöðu hans í kvikmyndinni …
Idris Elba mokar inn verðlaunum fyrir frammistöðu hans í kvikmyndinni Beast of No Nation. AFP

Leikarinn Idris Elba var í gær verðlaunaður fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Beasts of No Nation á kvikmyndahátíðinni Evening Standard sem fram fór í London.

Elba, sem einnig hlaut verðlaun fyrir bestan leik á SAG-verðlaununum fyrir skemmstu, sagði þá meðal annars í ræðu sinni: „Leikstjórinn er hálfjapanskur og hálfbandarískur, tökuliðið kom frá New York og Gana og peningarnir hvaðanæva. Þetta kalla ég fjandans fjölbreytni.“

Eins og kunnugt er voru allir þeir 20 leikarar sem tilnefndir voru til Óskarsverðlauna hvítir á hörund, en fjölmargir telja að Elba hefði átt að vera þeirra á meðal. Þá hafa margir lýst yfir óánægju sinni með einsleitni í tilnefningum, til að mynda leikarahjónin Will og Jada Pinkett Smith sem ætla að sniðganga hátíðina, ásamt leikstjóranum Spike Lee.

Fleiri leikarar fóru heim með verðlaun. Dame Maggie Smith var verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni The Lady in the Van og ungstirnið Maisie Williams, sem flestir kannast við sem Aryu Stark í þáttunum Game of Thrones, var valin besti nýliðinn.

Frétt Guardian

Maggie Smith var verðlaunuð fyrir kvikmyndina The Lady in the …
Maggie Smith var verðlaunuð fyrir kvikmyndina The Lady in the Van. AFP
Maisie Williams var valinn besti nýliðinn á hátíðinni.
Maisie Williams var valinn besti nýliðinn á hátíðinni. LEON NEAL
Leikarinn Stanley Tucci lét sig ekki vanta á athöfnina.
Leikarinn Stanley Tucci lét sig ekki vanta á athöfnina. LEON NEAL
Hinn vinalegi Matthew Perry var á meðal gesta.
Hinn vinalegi Matthew Perry var á meðal gesta. AFP
Emma Thompson var verðlaunuð fyrir besta leik í gamanmynd.
Emma Thompson var verðlaunuð fyrir besta leik í gamanmynd. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes