Vill ekki óværar konur lengur

Næst­kom­andi laug­ar­dags­kvöld fer seinni und­an­keppni Söngv­akeppni Sjón­varps­ins fram í Há­skóla­bíói. Sex lög taka þátt í keppn­inni líkt og fyrra kvöldið. Næstu vik­una mun mbl.is gefa les­end­um sín­um ör­lítið nán­ari inn­sýn í fólkið að baki hverju og einu lagi enda er mik­il­vægt að vanda valið þegar þjóðaríþrótt­in Eurovisi­on er ann­ars veg­ar.

„Lagið fjallar um svona hættulegt háskakvendi, svona femme fatale týpu,“ segir Helgi Valur Ásgeirsson flytjandi lagsins „Óvær“ sem samið er Karli Olgeirssyni. Helgi segir það hlutverk sitt, eða ljóðmælandans, að vara við þessu skaðræðiskvendi þó ekki sé endilega gefið að hann sé einlægur í skilaboðunum.

„Já, ég laðaðist alveg að þannig konum í fortíðinni,“ viðurkennir Helgi. „Núna vil ég að þær hafi svolitla værð í sér.“

Helgi segir Söngvakeppnina rökrétt skref fyrir sig og hugsanlega örlög sín. Hann hyggst leggja hart að sér til að komast í úrslit keppninnar, ekki síst fyrir þær sakir að flytjendur tveggja uppáhalds Eurovision-laga hans, Sandra Kim og Loreen, koma fram á lokakvöldinu. Hann tjáir einnig aðdáun sína á laginu „Hoppa Hule“ sem var framlag Ísraels árið 1987.

„Þeir voru með svona sólgleraugu og létu þau svona detta niður, mér fannst það alveg gjeggjað.“

 

Þrjú lög kom­ast áfram úr hvorri und­an­keppni auk þess sem dóm­nefnd hef­ur mögu­leika á að hleypa sjö­unda lag­inu áfram, telji hún það eiga sér­stakt er­indi í úr­slit. Fylg­ist áfram með á mbl.is þar sem öll­um kepp­end­um verða gerð skil.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes