„Notið sólarvörn“

Hugh Jackman
Hugh Jackman AFP

Ástralski leikarinn Hugh Jackman hvetur alla til þess að nota sólarvörn og láta húðsjúkdómalækni skoða húð sína reglulega en hann hefur enn einu sinni þurft á meðferð að halda vegna húðkrabbameins.

Leikarinn, sem er 47 ára gamall, greindist fyrst með húðkrabbamein árið 2013 en þá var það eiginkona hans, Deborra-Lee Furnes, sem rak hann í skoðun eftir að hafa tekið eftir breytingum á bletti á nefi hans. Síðan þá hefur hann þurft að fara í nokkrar meðferðir vegna frumubreytinga.

Á Twitter birtir hann mynd af sér með plástrað nef og segir að svona fari fyrir þér ef þú notar ekki sólarvörn. Hann segir að þetta sé grunnfrumukrabbamein (carcinoma basocellulare) sem er algengasta gerð húðkrabbameins.

Æxlið myndast í dýpsta lagi yfirhúðarinnar (grunnfrumulaginu) og er algengast alls krabbameins. Þetta eru æxli sem eru lítið illkynja því þau dreifa sér mjög sjaldan um líkamann, þ.e. mynda mjög sjaldan meinvörp og því á mörkum þess að uppfylla skilgreiningu illkynja æxlis. Útfjólublá geislun frá sólinni er talin helsta orsök flöguþekjukrabbameina í húð og því eru þeir sem eru mikið í sólarljósi í aukinni hættu á að fá sjúkdóminn. Æxlin myndast fyrst og fremst á þeim húðsvæðum sem helst verða fyrir sólarljósi, t.d. á höfði, hálsi og höndum. Einnig er jónandi geislun áhættuþáttur. Sjúklingar sem eru á ónæmisbælandi lyfjum, t.d. eftir líffæraígræðslur, eiga einnig frekar en aðrir á hættu að fá flöguþekjukrabbamein og það sama á við um sjúklinga með nýrnabilun.

Grunnfrumukrabbamein og flöguþekjukrabbamein í húð geta verið fleiri en eitt við greiningu og þau eru oft víða um líkamann. Flöguþekjukrabbamein í húð er algengt t.d. í Ástralíu, Bandaríkjunum og meðal hvítra manna í Suður-Afríku. Sjúkdómurinn er hins vegar mjög sjaldgæfur í Asíu og Afríku, sem fyrst og fremst er talið stafa af því að fólk með dökka húð hefur betri vörn gegn útfjólublárri geislun frá sólinni, segir á vef Krabbameinsfélags Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes