Ofurhetja í einn dag

AFP

Níu ára gamall ástralskur drengur, sem glímir við alvarleg veikindi, upplifði draum sinn í dag þegar hann fékk að breytast í ofurhetju.

Domenic Pace hefur glímt við Cystic fibrosis (slímseigjusjúkdóm sem kemur fram í lungum) alla ævina. Hann hefur lengi verið mikill aðdáandi ofurhetja eins og Iron Man. Í dag rættist draumurinn í Óperuhúsinu í Sydney þegar lögreglan ákvað að láta draum drengins rætast með aðstoð  Hollywood stjörnunnar Robert Downey Jr.

Robert Downey Jr, sem fer með hlutverk Iron Man í Marvel myndunum, skrifaði á Twitter í dag að hann hefði sent afar sérstakan dreng í leynilegt verkefni í dag. „Farðu og náðu þeim Domenic! #IronBoyAU @MakeAWishAust," skrifar leikarinn.

Verkefnið hefur verið í undirbúningi lengi og það kom í hlut lögregluforingjans, Andrew Scipione, að sækja Pace þar sem hann var að leika sér í almenningsgarði í Sydney. Drengurinn var sóttur á þyrlu og flogið með hann í höfuðstöðvar lögreglunnar. Þar var hann beðinn um að aðstoða lögregluna við leynilegt verkefni. 

Þáttastjórnanda Make-A-Wish, Hope Joy, hafði verið rænt og henni haldið fanginni af fylgismönnum Ultrons á Clark eyju. Sérstakur búningur hafði verið saumaður fyrir Pace og tólf ára gamall bróðir hans lék aðstoðarmann Iron Man. 

Fjölmargir fylgdust með þessu ævintýri drengins og í dag er #IronBoyAU vinsælasta myllumerkið á samfélagsmiðlum í Ástralíu.



Domenic Pace var flottur í hlutverki Iron Boy í dag.
Domenic Pace var flottur í hlutverki Iron Boy í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes