Muse á leiðinni til Íslands

Muse snúa aftur.
Muse snúa aftur. ljósmynd/Danny Clinch

Breska rokkhljómsveitin Muse hefur boðað komu sína til Íslands sumarið 2016 og
mun halda tónleika í Laugardalshöll laugardaginn 6. ágúst.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hljómsveitin sækir Ísland heim en Muse hélt tónleika í Reykjavík árið 2003 í kjölfar útgáfu plötunnar Absolution, sem er þriðja skífa sveitarinnar. 

„Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Muse hefur á þessum 12 árum og 6. 
hljómplötum síðar orðið eitt stærsta nafnið í tónlistarheiminum. Allar götur síðan 2004 hafa piltarnir í MUSE verið áhugasamir um að koma aftur til Íslands. Vegna gríðarlegra vinsælda hljómsveitarinnar á heimsvísu hefur ekki verið hægt að koma því við fyrr en nú,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Tónleikarnir fara fram í nýju Laugardalshöllinni þann 6. ágúst en miðasala hefst þriðjudaginn 8. mars.

Einungis verður um eina tónleika að ræða. Tilkynnt verður um fyrirkomulag miðasölunnar nk. þriðjudag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes