Spá Íslandi í úrslit með herkjum

Greta Salóme og félagar fagna í Laugardalshöllinni.
Greta Salóme og félagar fagna í Laugardalshöllinni.

Erlendir veðbankar virðast ekki bjartsýnir fyrir Íslandshönd þegar kemur að Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva.

Ef eitthvað er að marka vefsíðuna Oddschecker sem tekur saman þær líkur sem veðbankar gefa mun Ísland enda í 20. sæti. Áður en stokkið er á fætur og heila klabbinu bölvað er rétt að nefna að alls taka 42 lönd þátt í keppninni þetta árið auk þess sem aðeins Svíum er spáð hærra sæti ef miðað er við hinar Norðurlandaþjóðirnar. Það myndi jafnframt þýða að Greta Salóme og „Hear Them Calling“ kæmist í úrslit keppninnar en þó með herkjum því lagið væri það 10. inn á úrslitakvöldi sínu, sem virðist nokkuð sterkara en það síðara.

Aðdáendaklúbbar Eurovision eru aðeins gjafmildari gagnvart Íslendingum. Kosning stendur enn yfir á heimasíðu OGAE, regnhlífasamtaka Eurovision aðdáenda, en sem stendur er framlag Íslands í hinu gamalkunna 16. sæti með 33 stig.

Oddschecker spáir Rússlandi fyrsta sætinu og Frakklandi öðru sæti. Síðan telur mestar líkur á að Ástralía lendi í þriðja sæti og Svíþjóð í því fjórða.

OGAE kýs aftur á móti Frakklandi í fyrsta sætið og Rússlandi í annað sætið. Þá er Ástralía í því þriðja og Búlgaría í því fjórða.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes