Versta augnablikið á ferlinum

Sir David Attenborough á að baki rúmlega 60 ára feril …
Sir David Attenborough á að baki rúmlega 60 ára feril í sjónvarpi. Sverrir Vilhelmsson

Sir David Attenborough fagnar níræðisafmæli sínu 8. maí næstkomandi. Sjónvarpsmaðurinn á að baki rúmlega 60 ára feril, en hann gekkst til liðs við BBC árið 1952.

Hann hefur nú greint frá versta augnablikinu sem hann upplifði á öllum sínum ferli, en það átti sér stað við tökur á þáttunum The Private Life of Plants sem hóf göngu sína árið 1995. Attenborough var við tökur í Venesúela og var staddur ásamt teymi sínu á toppi fjallsins Roraima við afar vond skilyrði.

 „Þetta var bara ber steinn og vatn gusaðist í allar áttir. Við sátum allir inni í tjaldinu, hver ofan í öðrum.“

„Ég man afskaplega vel eftir þessu kvöldi. Það var hellidemba og við höfðumst allir við í þessu pínulitla tveggja manna tjaldi. Við náðum í það minnsta myndskeiðinu. En spurningin er, var það notað. Og svarið er nei.“

Frétt Mirror

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes