Katrín prýðir forsíðu breska Vogue

Forsíða júníútgáfu breska Vogue.
Forsíða júníútgáfu breska Vogue. vogue.co.uk

Katrín, hertogaynja af Cambridge og eiginkona Vilhjálms Bretaprins, prýðir forsíðu júníútgáfu bresku útgáfu tímaritsins Vogue. Tilefnið er aldarafmæli tímaritsins og þetta mun vera í fyrsta skiptið sem hertogaynjan sinnir fyrirsætustörfum af þessu tagi.

Myndirnar tók ljósmyndarinn Josh Olins, þær voru teknar í Norfolk og sýna fyrirsætuna afslappaða í sveitasælunni í látlausum fatnaði.

Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að myndatakan hafi verið í samráði við National Portrait Gallery, Þjóðlistasafnið sem geymir mannamyndir, en hertogaynjan hefur verið verndari safnsins frá árinu 2012. Myndirnar,sem teknar voru fyrir tímaritið, eru nú til sýnis á safninu.

Með þessu fetar Katrín í fótspor Díönu heitinnar prinsessu, móður Vilhjálms en hún var alls fjórum sinnum á forsíðu breska Vogue.

Gestur safnsins virðir fyrir sér myndir breska ljósmyndarans Josh Olins …
Gestur safnsins virðir fyrir sér myndir breska ljósmyndarans Josh Olins af hertogaynjunni af Cambridge sem birtast munu í bresku útgáfu tímaritsins Vogue. AFP PHOTO / JUSTIN TALLIS
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson