Woody Allen hreifst af Hrútum

Woody Allen var ánægður með Hrúta.
Woody Allen var ánægður með Hrúta. AFP

Kvikmyndaleikstjórinn Woody Allen segist í viðtali við vefsíðuna The Hollywood Reporter hafa séð mynd Gríms Hákonarsonar, Hrúta, og haft gaman af henni.

Nýjasta mynd Allen og sú 47. í röðinni, Cafe Society, verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Hún gerist á fjórða áratug síðustu aldar og fjallar um mann sem flytur frá New York til Hollywood og verður þar ástfanginn.

Í viðtalinu var Allen spurður hvort hann horfi mikið á kvikmyndir. Sagði hann fáar heilla sig. Af þeim sem hann hafi séð undanfarið nefndi hann eina mynd, Hrúta.

„Ég sá mynd sem heitir Hrútar, sem ég hafði gaman af. Þetta er íslensk mynd,“ sagði Allen og bætti við að hann horfi mjög lítið á bandarískar myndir nú til dags.  

Hrút­ar hef­ur unnið til fjölda verðlauna úti um all­an heim, þar á meðal hin virtu Un Certain Regard-verðlaun í Cann­es.

Frétt mbl.is: Undirbýr mynd með ensku tali 

Sigurður Sigurjónsson í myndinni Hrútar.
Sigurður Sigurjónsson í myndinni Hrútar.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes