Þau eiga tvífara í Eurovision

Hvað eiga Taylor Swift, Harry Styles og Kim Kardashian sameiginlegt? Samkvæmt Siobhan Hegarty, blaðamanni SBS, eiga þau öll tvífara í Eurovision í ár og má sjá þau stíga á svið fyrir hönd Slóveníu, Svíþjóðar og Armeníu.

ManuElla flytur framlag Slóveníu í ár, Blue and Red. Hún verður meðal keppenda á seinni undanúrslitakvöldi Eurovision. Þykir hún sláandi lík söngkonunni Taylor Swift. Hafi veðbankar rétt fyrir sér verður hún langt frá því að komast áfram áfram í lokakeppnina. 


Frans flytur framlag Svíþjóðar í ár, If I Were Sorry. Svíþjóð er spáð góðu gengi í ár, líkt og oft áður og ef marka má veðbanka verður Frans í efstu fimm sætunum. Keppnin er haldin í Svíþjóð í ár og fáum við því ekki að sjá hann á sviði fyrr en á lokakvöldinu. Hann er aðeins 17 ára gamall og þykir nokkuð líkur Harry Styles úr One Direction. 

Þá er það flytjandi framlags Armeníu í ár, Iveta Muchyan. Hún syngur lagið LoveWave og samkvæmt veðbönkum verður landið í efstu tíu sætunum í ár. Blaðamaður SBS segir hana afar líka Kim Kardashian. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes