„Þeir geta ekki leikið“

Breski leikarinn Sir Michael Caine er ekki par hrifinn af …
Breski leikarinn Sir Michael Caine er ekki par hrifinn af nýliðunum í leiklistarheiminum. AFP

Sir Michael Caine hefur ekki mikið álit á ungum leikurum nú til dags, enda segir hann þá marga hverja einungis þyrsta í frægð.

„Þessa dagana segjast margir vilja leggja fyrir sig leiklist því þeir vilja verða ríkir og frægir. Síðan fá þeir lítið hlutverk í sjónvarpi og allir vita hverjir þeir eru. Þeir geta þó ekki leikið,“ sagði leikarinn í konunglegri móttöku fyrir breska óskarsverðlaunaleikara, sem haldin var af Karli Bretaprins og Kamillu hertogaynju af Cornwall.

„Ég var viss um að ég yrði ekki ríkur, ég var viss um að ég yrði ekki frægur, ég var viss um að ég yrði ekki kvikmyndastjarna. Ég vildi bara verða góður leikari. Það er allt og sumt,“ sagði leikarinn, sem augljóslega var hógværðin uppmáluð áður en hann sló í gegn.

Þá minnti hann unga leikara sem eru að stíga sín fyrstu skref einnig á að ganga hægt um gleðinnar dyr.

„Þeir eru afar ungir. Ég var orðinn þrítugur þegar ég varð þekktur. Ég hef horft upp á frægðina eyðileggja fólk, áður en það nær þrítugu er það búið að vera.“

Frétt Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg