Eurovision fyrir alla heimsbyggðina?

Eurovision keppnin nýtur mikilla vinsælda um allan heim.
Eurovision keppnin nýtur mikilla vinsælda um allan heim. AFP

Martin Österdahl framkvæmdastjóri sænska sjónvarpsins sem sá um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór síðastliðinn laugardag, segir að rætt hafi verið um að færa keppnina til allrar heimsbyggðarinnar og jafnvel halda heimssöngvakeppni.

Österdahl var gestur í morgunþætti SVT í morgun og lýsti hann yfir að metnaður væri hjá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva til að halda heimssöngvakeppni. Talið er að um 200 milljón manns hafi horft á úrslitakvöld Eurovision á laugardagskvöldið. Keppnin var sýnd í Evrópu, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og í fyrsta sinn í Bandaríkjunum og Kína.

Að sögn Österdahls fer keppnin vaxandi og áhugi er á henni langt út fyrir Evrópu. Ástralir hafa nú tekið þátt tvisvar sinnum og segir Österdahl að ef fleiri vilja bætast í hópinn þurfi mögulega að hugsa fyrirkomulagið upp á nýtt.

Asíuvision, Ameríkuvision og Worldvision?

Áhugi Asíuríkja og Ameríku var sérstaklega ræddur í þættinum og hvort sá möguleiki væri fyrir hendi að halda „Asíuvision,“ „Ameríkuvision,“ og jafnvel heimskeppni, Worldvision, þar sem sigurvegarar álfukeppna tækju þátt.

Österdahl segir að það sé metnaður til þess og hugmyndir innan Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, og meðal stjórnenda Eurovision-söngvakeppninnar. Sambandinu hafi nú þegar borist beiðnir um að gera eitthvað í Ameríku og hugmyndir kviknað um að gera eitthvað í Asíu. Að sögn Österdahls mun tíminn aðeins leiða í ljós hvað gerist.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren