Íhugar að leikstýra klámmynd

Susan Sarandon segir kynlífsatriði kvenkyns leikstjóra áhugaverðari heldur karlkyns kollega …
Susan Sarandon segir kynlífsatriði kvenkyns leikstjóra áhugaverðari heldur karlkyns kollega þeirra. AFP

Stórleikkonan Susan Sarandon hefur greint frá því að hún hafi áhuga á að leikstýra klámmyndum þegar hún gefur leiklistina upp á bátinn.

„Ég hef hótað því að ég muni leikstýra klámmyndum þegar ég verð komin á níræðisaldurinn. Ég hef þó ennþá ekki horft nógu mikið á þær til að vita hver vandamálin eru,“ sagði leikkonan sem er þeirrar skoðunar að kvenkyns leikstjórar framleiði áhugaverðari kynlífssenur heldur en karlkyns kollegar þeirra.

„Mestallt klám er hrottalegt og virðist ekki ánægjulegt út frá sjónarhóli kvenna. Þess vegna hef ég lýst því yfir að þegar ég hafi ekki lengur áhuga á að leika, vilji ég leggja þetta fyrir mig.“

Þá benti Sarandon einnig á að kvikmyndaframleiðsla í Hollywood væri afar karlmiðuð og að skortur væri á kvikmyndum sem fjalla um konur.

„Að mínu mati er þetta menningarlegt atriði sem, að hluta til, stafar af skorti á ímyndunarafli karlmanna.“

Frétt Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav