Gerðu skýrar kröfur til Justins Timberlake

Justin Timberlake á sviðinu í Svíþjóð.
Justin Timberlake á sviðinu í Svíþjóð. AFP

Justin Timberlake flutti lag á Eurovision söngkeppninni sem fór fram í Svíþjóð um síðustu helgi. Var það í fyrsta skiptið sem bandarísk poppstjarna flutti lag á keppninni. Framleiðandi keppninnar segir í samtali við Aftonbladet að skýrar kröfur hafi verið gerðar til Timberlakes.

„Við höfum unnið lengi með umboðsmanni hans að því að fá hann til að flytja lag á keppninni, á réttum forsendum,“ segir Sven Stojanovic, listrænn framleiðandi keppninnar.

Eitt skilyrði sem sett var fyrir þátttöku Justins var að hann myndi ekki skyggja á keppendur. „Það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur. Hann var búinn að kynna sér keppnina. Ég er ekki viss um að hann hafi heyrt um Eurovision áður en við höfðum samband en hann varð mjög hrifinn af keppninni. Hann var auðmjúkur og raunverulega stressaður áður en hann steig á svið,“ segir Stojanovic og bætir við að Timberlake hafi sérstaklega hrósað sviðinu með orðunum: „This stage is sick!“.

Erfiðast reyndist fyrir framleiðendur keppninnar að halda framkomu hans leyndri sem lengst. Notuðust framleiðendurnir við dulnefni til þess að fjölmiðlar myndu ekki fá veður af því að Timberlake myndi stíga á svið. „Þetta var eitt stórt leyndarmál. Við reyndum að tala sem minnst um hann en það reyndist erfitt,“ segir Stojanovic.

Aðspurður hvort framkoma Timberlakes sé liður í því að gera Bandaríkin að gestaþjóð í keppninni einhvern tímann í framtíðinni líkt og gert hefur verið með Ástralíu vill Stojanovic ekki útiloka það. „Stjórn söngkeppninnar hefur unnið að því að bæta tengslin okkar við Bandaríkin en við leggjum samt áherslu á að keppnin verði áfram evrópsk söngkeppni,“ segir Stojanovic.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes