Stórstjörnur sem heiðursgestir

Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, blæs til kvikmyndaveislu í haust.
Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, blæs til kvikmyndaveislu í haust. mbl.is/Kristinn Ingvarsson


Nú er komin staðfesting á því að kvikmyndaleikstjórarnir Darren Aronofsky og Alejandro Jodorowsky verða heiðursgestir á Reykjavík International Film Festival (RIFF) sem verður haldin á Íslandi 29. september til 9. október næstkomandi.

Umhverfisverndarsinninn Aronofsky

Aronofsky var aðeins 27 ára þegar hann gerði sína fyrstu bíómynd, Pi, sem fór beint á Sundance Film Festival og vann hann þar verðlaun sem besti leikstjórinn. Í kjölfarið kom hver magnaða myndin á fætur annarri, Requiem for a Dream, Below, The Fountain og síðan varð hann heimsfrægur með myndinni The Wrestler (með Mickey Rourke í aðalhlutverki) og landaði síðan Óskarsverðlaunum fyrir bestu mynd ársins með myndinni Black Swan (með Natalie Portman í aðalhlutverki) árið 2008.

Söngkonurnar Patti Smith og Björk Guðmundsdóttir, kvikmyndaleikstjórinn Darren Aronofsky,
Söngkonurnar Patti Smith og Björk Guðmundsdóttir, kvikmyndaleikstjórinn Darren Aronofsky, mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hann kom síðan til Íslands árið 2010 til að taka upp mynd sína Noah og hafði sig mikið í frammi varðandi aðra ástríðu í lífi sínu sem er umhverfisvernd. Hann er án nokkurs vafa einn af þekktustu ungu bandarísku leikstjórunum í dag enda aðeins 47 ára gamall.

Aronofsky hefur mikinn áhuga á íslenskri náttúru

Aðspurð hvernig hátíðin hafi náð að landa þessum heimsfræga leikstjóra segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, það hafa verið í gegnum sameiginlegan kunningsskap. „Hann tók upp bíómynd hérna á sínum tíma og var mjög hrifinn af landi og þjóð,“ segir Hrönn. „Hann hefur verið virkur í umhverfisverndarmálum og við ætlum að fá hann til að taka þátt í þeirri umræðu. Í samráði við hann ætlum við líka að velja nokkrar myndir eftir hann sem eru ekki eins þekktar, til að sýna, og hann ætlar að halda Master-Class fyrir okkur.“

Alejandro Jodorowsky
Alejandro Jodorowsky AFP

Jodorowsky er költ-kvikmynda hetja með nýja mynd

Alejandro Jodorowsky er frá Síle en foreldrar hans voru úkraínskir gyðingar. Hann lifði við nokkurskonar útskúfun í samfélagi sínu en einnig innan fjölskyldu sinnar. Enda var faðirinn ofbeldisfullur og móðirin átti erfitt með að elska son sinn þar sem hann hafði komið undir í nauðgun. Hann fluttist ungur til Frakklands en hefur mestan hluta ævinnar búið í Mexíkó. Uppvaxtarsaga hans er einmitt efni nýjustu bíómyndarinnar hans sem var frumsýnd í Cannes núna í síðustu viku, Endless Poetry heitir hún og hefur fengið mikið lof.

„Við höfum lengi reynt að fá hann til Íslands og núna gekk það upp,“ segir Hrönn. „Ég hitti hann í Cannes og var á frumsýningunni á myndinni hans. Það var mikið klappað og litirnir í þessari mynd og hæfileiki hans til að gera fallega ramma úr fátæklegum efnivið eru ótrúlegir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes