Fegurðardrottning falsaði læknisvottorð

Madison Cox er fegurðardrottning, framhaldsskólanemi og hugsanlega falsari.
Madison Cox er fegurðardrottning, framhaldsskólanemi og hugsanlega falsari. Skjáskot/ Buzzfeed

Fegurðardrottningin og framhaldsskólaneminn Madison Cox frá Duncan í South Carolina var handtekin á mánudaginn vegna gruns um að hún hefði falsað fjölmörg læknisvottorð.

Cox er talin hafa skrifað vottorðin fyrir sig sjálfa á bréfsefni Parris Family-kírópraktorsstofunnar í bænum Greenville til þess að komast hjá því að mæta í skólann en samkvæmt WSPA stóðust dagsetningarnar á vottorðunum ekki miðað við heimsóknir Cox á stofuna.

Cox var krýnd ungfrú „Teen South Carolina International“ árið 2015. Henni var sleppt úr fangelsi á þriðjudag og hefur tíst reglulega um handtökuna síðan á Twitter. Í fyrsta tístinu sagði hún: „Settu þeir mig í alvöru í fréttirnar af því að ég fór í fangelsi fyrir læknisvottorð?“ Síðan þá hefur tístinu verið eytt en hún hefur haldið áfram að tísta undir rós um efnið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes