Lögð í einelti vegna upprunans

Priyanka Chopra varð fyrir einelti sökum upprunans.
Priyanka Chopra varð fyrir einelti sökum upprunans. AFP

Indverska leikkonan, og fyrrverandi fegurðardrottningin, Priyanka Chopra greindi frá því í viðtali á dögunum að hún hefði orðið fyrir grófu einelti í skóla.

Chopra, sem fluttist til Bandaríkjanna til að sækja skóla í Newton, Massachusetts, segir eineltið hafa orðið svo slæmt að hún sá sér ekki fært að dveljast lengur í Bandaríkjunum.

„Ég var lögð í einelti af nýnema sem hét Jeanine. Hún var svört og var ákaflega mikill rasisti. Jeanine var vön að segja „Brúnka, farðu aftur heim til landsins þíns, það er karrýlykt af þér,“ sagði leikkonan í samtali við tímaritið Complex.

„Þegar maður er krakki og manni er látið líða illa vegna upprunans, eða útlitsins, skilur maður það ekki. Manni fer bara að líða illa með sjálfan sig.“

Chopra hrökklaðist því aftur heim til Indlands, þar sem móðir hennar skráði hana til leiks í keppninni ungfrú Indland, sem hún síðan sigraði í. Upp frá því tók boltinn að rúlla en í dag starfar Chopra sem leikkona.

Chopra er um þessar mundir við tökur á nýrri kvikmynd um ævintýri hinna rauðklæddu strandvarða, eða Baywatch, en áætlað er að kvikmyndin verði sýnd á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes