Fékk nálgunarbann á Depp

Johnny Depp.
Johnny Depp. AFP

Dómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði í dag að bandaríski kvikmyndaleikarinn Johnny Depp skuli sæta nálgunarbanni gagnvart eiginkonu sinni Amber Heard. Heard sótti um skilnað frá Depp á mánudaginn og fór í dag fram á nálgunarbann á þeim forsendum að Depp hefði ítrekað beitt sig líkamlegu ofbeldi. Þar með talið lamið sig nýverið í andlitið með farsíma.

Fram kemur í frétt AFP að Heard hafi greint frá því fyrir dómstólnum að hún óttaðist að Depp ætti eftir að beita sig frekara ofbeldi. Sýndi hún myndir af líkamlegum áverkum sem hún hefði hlotið af hans völdum og sagði leikarann hafa beitt sig bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi allan þann tíma sem samband þeirra hefði staðið. Hann ætti við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða og hún óttaðist skapofsa hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson