Depp gefi milljónina

Johnny Depp ætlar að gefa milljónina til góðgerðasamtaka.
Johnny Depp ætlar að gefa milljónina til góðgerðasamtaka. AFP

Lögmenn bandaríska leikarans Johnnys Depps segja að hann muni gefa milljónina, sem fyrrverandi eiginkona hans, leikkonan Amber Heard, þarf að greiða honum, til góðgerðarsamtaka. 

Depp og Heard náðu dómssátt í gær sem felur í sér að hún þarf að greiða honum eina milljón bandaríkjadala, 142 milljónir króna, í skaðabætur. 

„Það gleður okkur að geta loksins lokað þessum sársaukafulla kafla fyrir herra Depp, sem gerði það ljóst í gegnum réttarhöldin að hann vildi að sannleikurinn kæmi í ljós,“ sögðu Benjamin Chew og Camille Vasquez þegar greint var frá dómssáttinni í gær. 

Depp höfðaði meiðyrðamál gegn fyrrverandi eiginkonu sinni vegna skoðanagreinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Í henni sagðist hún vera þolandi heimilisofbeldis en nefndi ekki Depp á nafn. Réttarhöldin fóru fram í vor og var dæmt Depp í vil í byrjun júní. 

Heard áfrýjaði dómnum og hafa lögfræðingar tekist á um málið síðan þá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur ekki sagt allan sannleikann í spjalli við fólk. Farðu þér því hægt í málefnum hjartans og leyfðu huganum að vera með í spilinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson