Sögð sætasta fangamyndin

Myndin af Sarah Seawright hefur farið víða.
Myndin af Sarah Seawright hefur farið víða.

Mynd af konu frá Arkansas í Bandaríkjunum sem handtekin var á dögunum hefur farið sem eldur í sinu um netheima og hefur konan fengið nafnbótina „prisonbae“. Þykir hún afar myndarleg og hefur myndin af henni verið nefnd „sætasta fangamyndin“. Ljóst er að hún hefur stolið hjörtum fjölda Twitter-notenda ef marka má tíst undir myllumerkinu #prisonbae.

Sarah Seawright var handtekin eftir að hún mætti ekki fyrir dómara þar sem taka átti fyrir mál gegn henni, en hún var ákærð fyrir hættulegan akstur í desember 2014. Hún hefur nú verið látin laus eftir að hún borgaði sekt.

Það var þó ekki í fyrsta skipti sem Seawright hefur verið handtekin, en árið 2012 var hún handtekin fyrir vopnað rán og hlaut fimm ára skilorðsbundinn dóm í kjölfarið. 

Myndin af Seawright er ekki sú fyrsta af fanga sem verður fræg, en Jeremy Meeks varð heims­fræg­ur á einni nóttu þegar mynd af hon­um fór sem eld­ur í sinu um net­heima eft­ir að hann var hand­tek­inn vegna rann­sókn­ar lög­reglu á rán­um og skotárás­um og hlaut síðan dóm fyr­ir ólög­legt vopna­hald.

Jeremy Meeks varð frægur þegar mynd af honum fór um …
Jeremy Meeks varð frægur þegar mynd af honum fór um netheima. Af Facebook-síðu lögreglunnar í Stockton
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes