Appelsínugulur mávur vekur athygli

Svona leit mávurinn út þegar að hann kom á dýraspítalann.
Svona leit mávurinn út þegar að hann kom á dýraspítalann. Af Facebook-síðu Vale Wildlife hospital

Starfsfólk dýraspítala í Englandi varð heldur betur hissa þegar appelsínugulur mávur var fluttur til þeirra á dögunum. Eins og flestir vita eru mávar yfirleitt hvítir og gráir og því hefur málið vakið athygli.

Svo virðist sem fuglinn hafi dottið ofan í stórt box, fullt af tikka masala kjúklingarétti, við það að reyna að næla sér í bita að éta í ruslagámi. Mávinum var bjargað í Suðaustur-Wales og sóttur af sjálfboðaliða á sjúkrahúsinu.

Starfsfólkið notaði uppþvottalög til þess að þrífa fjaðrir fuglsins og náðist liturinn úr. Það sem náðist ekki úr var þó lyktin. „Þetta kom öllum hérna á óvart, enginn hafði séð neitt í líkingu við þetta,“ sagði Lucy Kells, dýrahjúkrunarfræðingur á spítalanum. „Það sem kom okkur þó mest á óvart var lyktin. Það var ótrúlega góð lykt af honum.“

Frétt BBC.

Hann var þveginn með uppþvottalegi.
Hann var þveginn með uppþvottalegi. Af Facebook síðu Vale Wildlife hospital
Eins og nýr!
Eins og nýr! Af Facebook-síðu Vale Wildlife hospital
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes