Geta borgað meira og hitt Björgvin

Björgvin Halldórsson mun hitta aðdáendur sína í höllinni í desember.
Björgvin Halldórsson mun hitta aðdáendur sína í höllinni í desember.

Hægt verður að kaupa sérstakan VIP-pakka á Jólagesti Björgvins í Laugardalshöll í desember næstkomandi. Í þeim pakka fylgir m.a. bílastæði við höllina, VIP-inngangur þar sem ekki þarf að standa í biðröð og aðgangur í fordrykk og veislu í hliðarsal í Höllinni fyrir tónleika þar sem sjálfur Björgvin kíkir í heimsókn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu.

Jólagestir Björgvins verða haldnir 10. desember en póstlistaforsala hefst á þriðjudaginn. Um er að ræða tvenna tónleika, klukkan 16 og 21.

Mörgum finnst það eflaust skjóta skökku við að auglýsa jólatónleika í júní en í samtali við mbl.is í síðasta mánuði sagði Ísleifur Þór­halls­son, tón­leika­hald­ari hjá Senu, að ákveðið hafi verið að hefja miðasöluna í ár mun fyrr en vanalega vegna aukinnar samkeppni.  

Fyrri frétt mbl.is: Fara snemma af stað með jólin í ár

Á tónleikunum í ár verður langur gestalisti eins og oft áður en auk Björgvins koma fram þau Ágústa Eva Erlendsdóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Friðrik Dór Jónsson, Gissur Páll Gissurarson, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Svala Björgvinsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir.  

Samkvæmt tilkynningu verður þar að auki sérstakur gestur, Thorsteinn Einarsson, ungur Íslendingur sem er að slá í gegn erlendis þessa dagana og Jólastjarnan verður á sínum stað sem og stórsveit, strengir og kórar.

Sérstakt bílasatæði og stund með Björgvini

Í fyrsta skipti á Jólagestum verður VIP-pakki í boði í takmörkuðu magni. Hann er seldur sér og inniheldur eftirfarandi:

Frían drykk að eigin vali á barnum meðan á tónleikum stendur, bílastæði við húsið, inngöngu um sérstakan VIP inngang og aðgang í fordrykk og veislu í hliðarsal í Höllinni fyrir tónleika. Þangað mun sjálfur Björgvin kíkja í heimsókn.

VIP-pakkinn kostar 5.000 krónur en inniheldur ekki miða á tónleikana, þá þarf að kaupa sér. Í tilkynningunni kemur fram að aðeins 100 séu í boði.

Póstlistafor-forsala hefst á þriðjudaginn klukkan 10. Þá fá þeir sem hafa skráð sig á póstlista Jólagesta sendan tengil í tölvupósti sem gerir þeim kleift að kaupa miða á tónleikana í rólegheitunum með góðum fyrirvara. Miðar í öll svæði á báða tónleika verða í boði í takmörkuðu magni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson