Bud Spencer látinn

Bud Spencer var 86 ára þegar hann lést.
Bud Spencer var 86 ára þegar hann lést. AFP

Ítalski leikarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Bud Spencer, sem er hvað þekktastur fyrir spaghettívestra, er látinn, 86 ára að aldri. Spencer, sem hét raunverulega Carlo Pedersoli, lék í meira en tuttugu kvikmyndum frá sjötta áratuginum fram á þann níunda.

Spencer kom iðulega fram í myndum ásamt félaga sínum Terence Hill, sem hét Mario Girotti í raun. Á meðal mynda hans eru „Double Trouble“, „Go for it“, „Ace High“, „They Call Me Trinity“ og „A Friend is a Treasure“. Saman komu þeir Hill fram í sextán myndum.

Leikarinn var einnig atvinnumaður í sundi. Árið 1950 varð hann fyrsti Ítalinn til að synda hundrað metrana á undir einni mínútu. Hann gaf hins vegar sundferilinn upp á bátinn til að gerast leikari í vestrum og grínmyndum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes