„Er þetta gatið sem þú varst að tala um?“

Khloé Kardashian birti afar umdeilda færslu.
Khloé Kardashian birti afar umdeilda færslu. Ljósmynd / skjáskot Instagram

Khloé Kardashian birti umdeilda færslu á Twitter, en eldri systir hennar, Kim Kardashian, og ungstirnið Chloë Grace Moretz hafa áður eldað grátt silfur á samfélagsmiðlum.

Leikkonan unga virðist vera orðin þreytt á fjölmiðlafárinu í kringum rapparann Kanye West og Taylor Swift, en hún hvatti fólk til að hætta að velta sér upp úr hlutum sem engu máli skipta.

„Allir í þessum bransa þurfa að draga höfuðið á sér út úr ákveðnu gati og átta sig á því sem er að gerast í hinum raunverulega heimi,“ sagði Moretz í færslu á Twitter.

Ummælin komu í kjölfar þess að Kim Kardashian, eldri systir Khloé Kardashian, birti myndband þar sem Kanye West sést ræða umdeilda lagið „Famous“ við Swift.

Frétt mbl.is: Swift segir myndbandið mannorðsmorð

Khloé Kardashian var fljót að koma systur sinni til varnar, og birti afar umdeilda færslu á Twitter-síðu sinni. Þar má sjá samsetta mynd af leikkonunni og annarri stúlku sem líkist henni talsvert. Á síðari myndinni sést glitta í afturhluta stúlkunnar, sem klæðist sundfötum. Við færsluna skrifaði Kardashian: „Er þetta gatið sem þú varst að tala um?“

Færsla Khloé Kardashian féll ekki í kramið hjá mörgum.
Færsla Khloé Kardashian féll ekki í kramið hjá mörgum. Ljósmynd / skjáskot Twitter

Færslan hefur vakið hörð viðbrögð, og hafa margir tjáð sig um málið. Til að mynda leikkonan og plötusnúðurinn Ruby Rose.

„Khloé mér fannst þú æði þegar ég hitti þig, en þetta er hræðilegt og þetta er 19 ára stelpa.“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Moretz lendir í neterjum við Kardashian-systurnar, því fyrr á árinu benti hún Kim Kardashian á mikilvægi þess að vera ungum stúlkum fyrirmynd og sýna að konur hefðu fleira fram að færa en líkamann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren