Hjartasteinn keppir í Feneyjum

Guðmundur við tökur ásamt aðalleikurum myndarinnar.
Guðmundur við tökur ásamt aðalleikurum myndarinnar.

Hjartasteinn, fyrsta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd, hefur verið valin í aðalkeppni Venice Days-hluta kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum. Samkvæmt fréttatilkynningu var valið tilkynnt á blaðamannafundi í Róm í dag þar sem dagskrá Venice Days var kynnt.

Hjartasteinn er ein af aðeins 12 kvikmyndum sem taka þátt í þessum keppnisflokki Venice Days en hátt í þúsund myndir hvaðanæva úr heiminum sækja um. Um er að ræða heimsfrumsýningu myndarinnar og er þetta í fyrsta sinn sem íslenskri kvikmynd hlotnast sá gífurlegi heiður að vera valin til keppni á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, sem er ein allra virtasta hátíð heims auk þess að vera sú elsta. Hátíðin, sem verður 73 ára í ár, fer fram frá 31. ágúst til 10. september.

Hjartasteinn keppir um þrenn verðlaun í sínum flokki ásamt því að keppa um „Luigi De Laurentiis Award - Lion of the Future“, 100.000 dollara peningaverðlaun sem allar fyrstu myndir leikstjóra keppa um þvert yfir alla flokka Feneyjahátíðarinnar.

Þess má geta að á síðasta ári var stórmynd Baltasars Kormáks, Everest, opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum.

Vann til 45 verðlauna með Hvalfjörð

Hjartasteinn gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi á Íslandi. Sagan fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.
Tökur fóru fram haustið 2015 í Borgarfirði eystra, Seyðisfirði, Vopnafirði og Dyrhólaey.

Guðmundur Arnar leikstýrir og skrifar handritið að Hjartasteini. Guðmundur hefur getið sér gott orð sem leikstjóri og handritshöfundur á undanförnum árum fyrir margverðlaunaðar stuttmyndir sínar. Þar hefur Hvalfjörður reynst vera í sérflokki, enda unnið til 45 verðlauna á kvikmyndahátíðum víðs vegar um heiminn, þar á meðal sérstök dómnefndarverðlaun í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2013.

Framleiðendur Hjartasteins eru Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson fyrir Join Motion Pictures og Lise Orheim Stender og Jesper Morthorst fyrir hið danska framleiðslufyrirtæki SF Studios Production. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Norðmannsins Sturla Brandth Grøvlen, Danirnir Anne Østerud og Janus Billeskov Jansen sjá um klippingu og Daninn Kristian Eidnes Andersen semur tónlistina. Sölufyrirtæki myndarinnar á alþjóðavísu er hið þýska Films Boutique og SENA sér um innlenda dreifingu hennar.

Með helstu hlutverk fara ungstirnin Baldur Einarsson, Blær Hinriksson, Diljá Valsdóttir, Katla Njálsdóttir, Jónína Þórdís Karlsdóttir, Rán Ragnarsdóttir, Daniel Hans Erlendsson, Theodór Pálsson og Sveinn Sigurbjörnsson ásamt hinum þaulreyndu Nínu Dögg Filippusdóttur, Sveini Ólafi Gunnarssyni, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur, Søren Malling og Gunnari Jónssyni.

Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd Guðmundar í fullri lengd.
Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd Guðmundar í fullri lengd.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes