Óttaðist að þurfa að fara í brjóstnám

Fyrrverandi fyrirsætan Janice Dickinson greindist með brjóstakrabbamein fyrr á árinu.
Fyrrverandi fyrirsætan Janice Dickinson greindist með brjóstakrabbamein fyrr á árinu. Ljósmynd / skjáskot Mirror

Fyrrverandi fyrirsætan Janice Dickinson hefur undanfarið háð baráttu við brjóstakrabbamein, en hún barmar sér þó ekki yfir aðstæðum sínum.

„Það var engin sjálfsvorkunn, en ég hafði þó áhyggjur af því að ég þyrfti að yfirgefa fjölskyldu mína. Ég hafði áhyggjur af því að hinum ótrúlega og skilningsríka unnusta mínum þætti ég ekki lengur aðlaðandi,“ sagði Dickinson í samtali við tímaritið People.

„Ég hafði áhyggjur af kynvitund minni, ég hafði áhyggjur af kvenleika mínum. Ég óttaðist að þurfa að fara í tvöfalt brjóstnám.“

Dickinson telur sig lánsama, en eftir að hafa látið fjarlægja tvö æxli, og gengist undir geislameðferð var henni tjáð að hún þyrfti ekki að láta fjarlægja brjóstapúða sína.

„Ég fékk aukaverkanir vegna geislameðferðarinnar, og er með svolítil ör. En ég er heppin, þeir sögðu að ég mætti halda púðunum mínum.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes