„Veistu ekki hver ég er?“

Vinkonurnar þurftu frá að hverfa, þrátt fyrir að þær séu …
Vinkonurnar þurftu frá að hverfa, þrátt fyrir að þær séu ríkar og frægar. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera ríkur og frægur. Því komust stöllurnar Cara Delevingne, Margot Robbie og Amber Heard að á dögunum þegar þeim var vísað frá strípistað í London.

Vinkonurnar ætluðu að sletta úr klaufunum og fagna skilnaði Heard frá Johnny Depp, en þau hafa undanfarið staðið í hatrömmum deilum. Stöllunum varð þó ekki að ósk sinni, enda var þeim vísað frá skemmtistaðnum SophistiCats, sem býður upp á kjöltudans.

„Við bjóðum alla velkomna sem haga sér skikkanlega. Cara og vinkonur hennar höguðu sér þó ekki eins og við ætlumst til þess að meirihluti gesta okkar geri,“ sagði eigandi skemmtistaðarins í viðtali við Daily Mail.

„Staðurinn var fullur og það var biðröð fyrir utan. Cara heimtaði að þeim yrði hleypt inn án tafar, án þess að þær þyrftu að borga aðgangseyrinn.“

„Cara spurði starfsfólkið, veistu ekki hver ég er? Ég er Cara Delevingne. Hún hélt áfram að segja starfsfólkinu hvað hún er fræg, en við erum vanir því hér,“ bætti eigandi staðarins við.

„Að lokum vísuðum við þeim burt því þær vildu ekki borga, blótuðu og voru með læti.“ 

„Veistu ekki hver ég er?“ spurði fyrirsætan, aldeilis óhress með …
„Veistu ekki hver ég er?“ spurði fyrirsætan, aldeilis óhress með framkomu dyravarðanna. mbl
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes