Eiður Baltasars Kormáks keppir til verðlauna

Baltasar Kormákur í hlutverki sínu.
Baltasar Kormákur í hlutverki sínu. Ljósmynd/Lilja Jóns

Nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, Eiðurinn, mun keppa um Gullnu skelina á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian.

Kvikmyndahátíðin, sem fram fer í næsta mánuði, er ein af virtustu hátíðum heimsins og í flokki með kvikmyndahátíðum líkt og þeim sem kenndar eru við Feneyjar, Cannes, Berlin, Toronto og Sundance.

Hafið eftir Baltasar Kormák var einnig tilnefnd til þessara sömu verðlauna árið 2001, líkt og fram kemur í fréttatilkynningu.

Eiðurinn segir frá hjartaskurðlækninum Finni, sem þykir skara fram úr í starfi sínu. Þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan eiturlyfjasala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður í kjölfarið að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dóttur sinni á réttan kjöl. Sama hvað það kostar.

Baltasar Kormákur, Hera Hilmarsdóttir og Gísli Örn Garðarsson fara með helstu hlutverk í myndinni. Leikstjórn er í höndum Baltasars, en hann skrifaði einnig handritið ásamt Ólafi Agli Egilssyni.

Stiklu úr kvikmyndinni má sjá hér að neðan, en hún verður frumsýnd hérlendis 9. september næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes