Hveitibrauðsdagarnir búnir?

Tom Hiddleston og Taylor Swift voru óaðskiljanleg á tímabili.
Tom Hiddleston og Taylor Swift voru óaðskiljanleg á tímabili. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Mikið hefur verið skrifað um samband söngkonunnar Taylor Swift og leikarans Tom Hiddleston, enda vöktu skötuhjúin talsverða athygli fyrir rómantíska tilburði sína fyrr á árinu.

Samkvæmt frétt Us Weekly virðast hveitibrauðsdagarnir vera afstaðnir, en skötuhjúin eru sögð hafa átt í töluverðum erjum undanfarið. Þá er því haldið fram að miklar annir og þéttskipuð dagskrá hafi sett strik í reikninginn.

„Þau hafa ekki eytt miklum tíma saman undanfarið. Það var svo mikið í gangi að þau áttu í erfiðleikum með að láta dagskrána ganga upp. Þau voru ósátt við að geta ekki hitt hvort annað,“ er haft eftir ónefndum heimildarmanni tímaritsins.

Í frétt Daily Mail kemur síðan fram að leikarinn sé að fá bakþanka, enda hefur fjölmiðlafárið í kringum skötuhjúin verið gríðarlegt.

„Því verður ekki neitað að ímynd Toms hefur beðið hnekki síðan hann fór að vera með Taylor. Tom ætlaði sér aldrei að láta sambandið hafa neikvæð áhrif á feril hans, en hann getur ekki annað en hugsað með sér að það hafi mistekist hjá honum.“

Rómantíkin var allsráðandi hjá Swift og Hiddleston.
Rómantíkin var allsráðandi hjá Swift og Hiddleston. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes