Segja Britney aðeins hafa hreyft varirnar

Britney Spears kom fram á VMA-hátíðinni í gær.
Britney Spears kom fram á VMA-hátíðinni í gær. AFP

Poppprinsessan Britney Spears steig á svið á VMA-verðlaununum í gær og hóf upp raust sína, en móttökurnar voru fremur dræmar ef marka má frétt Mirror.

Áhorfendur voru ekki sérlega hrifnir af frammistöðu söngkonunnar og sökuðu margir hana um að hreyfa varirnar í takt við tónlistina, í stað þess að syngja.

Spears steig á svið á eftir Beyoncé, sem spilaði lög af nýjustu plötu sinni, Lemonade. Það þarf því kannski ekki að undra að atriði hennar hafi fallið í skuggann, enda var Beyoncé stjarna kvöldsins að margra mati.

Frétt mbl.is: Beyonce stjarna kvöldsins

 Áhorfendur voru duglegir að lýsa skoðun sinni yfir á Twitter, og létu margir móðan mása. Þá veltu sumir því fyrir sér hvers vegna söngkonan hefði haft fyrir því að vera með hljóðnema, á meðan aðrir sögðu engu líkara en hún hefði verið leikmunur rapparans G-Eazy sem tróð upp með henni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes