Fengu erlendan rappara til liðs við sig

G4SHI mun spila á busaballi Menntaskólans við Hamrahlíð.
G4SHI mun spila á busaballi Menntaskólans við Hamrahlíð. Ljósmynd / skjáskot Respect Mag

Skemmtinefnd Menntaskólans við Hamrahlíð fór heldur ótroðnar slóðir þegar hið árlega busaball, sem fram fer á morgun, var skipulagt.

Meðlimir nefndarinnar ákváðu að fá rapparann G4SHI til liðs við sig, en hann er búsettur í New York og þurfti því að flytja kauða til landsins.

Vigdís Kristjánsdóttir, oddviti skemmtinefndar MH, segir að hugmyndin hafi kviknað á fundi nefndarinnar, en einn meðlimur hennar hefur undanfarna mánuði fylgst með rapparanum.

 „Við erum fimm í skemmtiráði NFMH en einn okkar, Ísleifur Eldur, sem hafði verið að fylgjast með þessum rappara á Soundcloud og samfélagsmiðlum, átti hugmyndina,“ sagði Vigdís í samtali við mbl.

Fimmmenningarnir ákváðu að slá til og sendu rapparanum tölvupóst, en hann var ákaflega spenntur fyrir því að koma fram á Íslandi.

Vigdís viðurkennir að það sé kostnaðarsamt að flytja erlendan tónlistarmann til landsins en bætir þó við að einnig geti verið dýrt að fá íslenska tónlistarmenn til liðs við sig. Nemendurnir hafa sjálfir staðið að fjármögnun verkefnisins og mun ágóði miðasölunnar standa straum af kostnaðinum.

Miðasalan hefur að sögn Vigdísar gengið ákaflega vel en enn eru þó örfáir miðar eftir.

Ballið fer fram á morgun í Valshöllinni, en það hefst kl. 22. Miðasala fer fram í MH og kostar 4.000 krónur inn fyrir nemendur skólans en 4.500 fyrir aðra gesti.

Hér að neðan má sjá myndband með G4SHI.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes