Saknaði leiklistarinnar

Leikkonan saknaði þess að sinna skapandi starfi.
Leikkonan saknaði þess að sinna skapandi starfi. Ljósmynd / skjáskot American Way Magazine

Renée Zellweger sneri blaðinu við og yfirgaf Hollywood árið 2010, en hún segir að kvikmyndaleikur hafi verið farinn að vera reyna á þolrifin.

Leikkonan, sem á endurkomu í gamanmyndinni Bridget Jones‘s Baby, segist þó hafa verið farin að sakna leiklistarinnar.

„Ég þráði að gera eitthvað skapandi á ný. Þegar ég hætti að gera myndir var það vegna þess að það reyndi meira á þolrifin heldur en það var gefandi. Ég held að þú getir ekki staðið þig vel í skapandi miðlum ef þú ert ekki þakklátur fyrir tækifærið sem þér var veitt,“ sagði leikkonan í viðtali við American Way Magazine.

„Ég fór að sakna þess og fannst ég vera tilbúin.“

Zellweger brallaði ýmislegt þau ár sem hún hélt sig fjarri sviðsljósinu. Þá ferðaðist hún til Taílands og Kambódíu, settist á skólabekk og sinnti góðgerðarstarfi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes