Tvífari Voldemorts fundinn

Apinn þykir minna töluvert á erkióvin Harry Potter, sjálfan Voldemort.
Apinn þykir minna töluvert á erkióvin Harry Potter, sjálfan Voldemort. Ljósmynd / skjáskot Mirror

Á dögunum kom lítill api af tegundinni King Colobus í heiminn. Apinn var tekinn með keisaraskurði í Paignton-dýragarðinum í Devon, en heilsu móður hans hafði hrakað verulega.

Þetta var í þriðja skipti á 16 árum sem keisaraskurður er framkvæmdur í dýragarðinum, og í fyrsta skipti sem aðgerðin er gerð á prímata, eins og fram kemur í frétt Mirror.

„Ivy var komin að fæðingu en var hætt að borða og hafði verið aðgerðalaus í tvo daga. Röntgenmynd leiddi í ljós að höfuðið var skorðað og apinn var tilbúinn að koma í heiminn,“ er haft eftir Jo Reynold, dýralækninum sem framkvæmdi keisaraskurðinn.

„Seinna um kvöldið fórum við að hafa áhyggjur heilsu hennar, en hún sýndi engin merki þess að hafa hríðir. Við ákváðum því að framkvæma keisaraskurð til að bjarga lífi hennar og afkvæmisins.“

Aðgerðin heppnaðist vel og braggast báðir aparnir með ágætum. Sá litli heldur þó kyrru fyrir í hitakassa fyrst um sinn.

Það er óneitanlega mikill svipur með Voldemort og apanum litla.
Það er óneitanlega mikill svipur með Voldemort og apanum litla. Ljósmynd / skjáskot Mirror
Sá stutti braggast með ágætum, og þykir líkjast illmenninu minna …
Sá stutti braggast með ágætum, og þykir líkjast illmenninu minna með hverjum deginum. Ljósmynd / skjáskot Mirror
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes