Aflýsti tónleikaferðalaginu sökum veikinda

Selena Gomez ætlar að einblína á heilsuna.
Selena Gomez ætlar að einblína á heilsuna. AFP

Selena Gomez hefur ákveðið að aflýsa þeim tónleikum sem eftir eru af tónleikaferðalagi hennar, en hún segist þurfa að taka heilsu sína föstum tökum.

Söngkonan greindi frá því á síðasta ári að hún væri haldin sjálfsónæmissjúkdómnum rauðum úlfum, eðe lupus, eftir að hafa haldið sig utan sviðsljóssins um nokkurn tíma.

„Eins og mörg ykkar vita greindi ég frá því á síðasta ári að ég væri haldin lupus, sjúkdómi sem getur haft áhrif á fólk með ýmsum hæti,“ segir í orðsendingu frá söngkonunni sem birtist á vef People.

„Ég hef komist að því að kvíði, ofsahræðsla og þunglyndi getur verið fylgifiskur sjúkdómsins sem getur haft sínar eigin áskoranir í för með sér.“

„Ég vil vera forsjál og einblína á heilsu mína og hamingju, ég hef ákveðið að besta leiðin til þess sé að taka sér frí.“

Tónleikaferðalag stjörnunnar hófst í maí, en því átti að ljúka í desember næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes