Hefur gengist undir 300 fegrunaraðgerðir

Pete Burns segist hvergi nærri hættur að leggjast undir hnífinn.
Pete Burns segist hvergi nærri hættur að leggjast undir hnífinn. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Söngvarinn Pete Burns, sem sló í gegn með laginu „You Spin Me Round“, viðurkenndi í viðtali að hann hafi gengist undir 300 fegrunaraðgerðir í gegnum tíðina. Þá segir Burns jafnframt að árátta hans hafi næstum orðið honum að aldurtila, enda hafi ekki allar aðgerðirnar heppnast vel.

Söngvarinn, sem líkir sjálfum sér við Frankenstein, segist þó hvergi nærri hættur líkt og fram kemur í frétt Daily Mail.

„Fjöldi skurðaðgerða sem ég hef gengist undir er líklega í kringum 300. Ég vona að þegar ég verð áttræður og fari til himna muni Guð ekki þekkja mig.“

Burns segir að áráttan hafi farið að gera vart við sig þegar lag hans „You Spin Me Round“ sló í gegn árið 1985.

„Ég áttaði mig á því að ég myndi verða í sviðsljósinu og yrði að líta vel út.“

Aðgerðirnar tókust þó ekki betur en svo að Burns var nærri dauða en lífi, en hann þurfti að gangast undir margar aðgerðir til að minnka skaðann.

„Ég fór að fá göt á húðina, og ef ég svo mikið sem kom við andlitið á mér heyrðist blístur og gulur vökvi vall út.“

Eins og áður sagði er söngvarinn þó hvergi nærri hættur.

„Fólki finnst ég kannski ljótasti tíkarsonur sem fyrirfinnst, en ég vil þó viðhalda þessu útliti.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes