Barist verður um börnin

Angelina Jolie og Brad Pitt eru sögð hafa gert með …
Angelina Jolie og Brad Pitt eru sögð hafa gert með sér ítarlegan kaupmála. AFP

Fregnir herma að leikarahjónin Angelina Jolie og Brad Pitt hafi gert með sér kaupmála sem gerir það að verkum að auðvelt verður að deila eignum þeirra.

Líkt og fram kemur í frétt Daily Mail eru auðæfi þeirra eru metin á 400 milljónir Bandaríkjadali, sem samsvarar tæplega 46 milljörðum íslenskra króna.

Þá er því haldið fram að erjurnar muni aðallega standa um börnin sex, en Jolie hefur farið fram á forræði yfir þeim. Fregnir herma einnig að Pitt vilji fá sameiginlegt forræði yfir börnunum, í stað þess að fá aðeins umgengnisrétt líkt og Jolie krefst.

Eins og áður sagði eru eignir hjónanna umtalsverðar, en þau eiga 12 hús. Þar af eru sjö í eigu Pitts, tvö í eigu Jolie en þrjú eiga þau í sameiningu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav