Stúrnar fyrirsætur

Það er ekki gleðinni fyrir að fara á andliti þeirra.
Það er ekki gleðinni fyrir að fara á andliti þeirra. AFP

Þær klæðast fallegustu og dýrustu fötum heims en þrátt fyrir það eru þær vansælar á svipinn á myndum. Hvers  vegna eru tískufyrirsætur svona vansælar?

„Þú brosir ekki. Það er ekki gert,“ segir fyrirsætan Ty Ogunkoya en hann hefur á tíu ára fyrirsætuferli aldrei brosað við myndatökur.

Ogunkoya, sem er 26 ára Lundúnabúi frá Nígeríu, hefur starfað fyrir öll helstu tískuhús heims og bros hefur aldrei hvarflað að honum í vinnunni.

„Ég hef setið fyrir hjá öllum og það hefur enginn beðið mig um að brosa. Í sannleika sagt þá myndi mér þykja furðulegt að brosa,“segir Ogunkoya. 

„Þegar ég geng hugsa ég um eitthvað sorglegt, til að mynda þegar kötturinn minn drapst,“ segir Klara sem er 18 ára fyrirsæta frá Slóvakíu. „Hann varð fyrir strætó,“ bætir hún við. 

En þurfa fyrirsætur í alvörunni að vera svona stúrnar á svip?  

„Aldrei gleyma því að það eru fötin sem þau horfa á - ekki þið,“ segir Victoire Macon Dauxerre, fyrrverandi fyrirsæta hjá Celine og Alexander McQueen, að hafi verið sagt við hana þegar hún hóf ferilinn. 

Í bók sinni „Never Thin Enough“ (Aldrei nógu mjó) segir hún frá því að henni hafi verið sagt mjög ákveðið að hún mætti aldrei, aldrei brosa.

Það var sérfræðingur hjá stofunni sem hún starfaði hjá sem kenndi henni allt um svipbrigðin á tískusýningum. Hið fullkomna hrokafulla drápsaugnaráð. Hvernig lyfta eigi augum og láta hökuna falla í sömu andrá.

 Matthieu Villot sem er rísandi stjarna í fyrirsætuheiminum segir ástæðuna fyrir brosbanninu vera einfalda. „Þeir vilja að við sýnum föt ekki andli t okkar. Ef við myndum brosa þá beindi það athyglinni að andliti okkar í stað fatnaðarins,“ segir Villot, sem er 22 ára læknanemi.

Sagnfræðingurinn Lydia Kamitsis, sem er sérfræðingur í tísku, segir að þetta hafi ekki alltaf verið svona. En snemma á níunda áratugnum þegar frægðarsól japönsku fatahönnuðina Yohji Yamamoto og Commes des Garcon reis sem hæst. Þetta var á tímum Cindy Crawford, Imam og Elle Macpherson sem náðu sennilega lengra en nokkur fyrirsæta hafði áður gert. Á sjöunda áratugnum var allt annað upp á teningnum þegar fyrirsæturnar hlógu og brostu og jafnvel dönsuðu á tískupöllunum.

Nú minna fyrirsæturnar miklu meira á gangandi herðatré. Það sem skiptir máli er fatnaðurinn ekki sá sem ber hann.

En þrátt fyrir brosbann víða þá eru ekki allir hönnuðir á sama máli. Til að mynda segir franski hönnuðurinn Jean Paul Gaultier sínum fyrirsætum að brosa á sýningum og eins indverski hönnuðurinn Manish Arora. Nokkrar fyrirsætur enduðu með að brosa breitt á síðustu tískusýningu Paul Smitsh í París. „Ég bað þær ekki um að  brosa,“ segir hann og bætir við: „Ég hef ekkert á móti brosum og ef fötin gleða þær þá endilega brosið.“

Villot, sem tók þátt í sýningunni, þorði ekki fyrir sitt litla líf að brosa en hann segir að fyrirsætur þori ekki að líta of glaðlega út og svo endi þær eins og bjánar í framan. „Þú veist hvernig þú lítur út ef þú setur upp alvarlegan svip en ef þú brosir þá hefur þú ekki grun um hvernig þú lítur út,“ segir Villot.

Ogunkoya tekur undir þetta og segir að það sé miklu auðveldara að ganga og fjara út í huganum. Það að brosa sé miklu meiri áskorun. Aðspurður um hvort hann geti brosað segir hann það alls ekki útilokað. Enda séu fyrirsætur öllu vanar.

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes