West aflýsir tónleikum

Fjölmiðlafólk sést hér bíða við heimili Kim Kardashian og Kanye …
Fjölmiðlafólk sést hér bíða við heimili Kim Kardashian og Kanye West í New York í gær. AFP

Tónlistarmaðurinn Kanye West mun ekki koma fram á tónleikum í Fíladelfíu í kvöld né heldur í Detroit á fimmtudag vegna fjölskylduaðstæðna. Tilkynnt var um þetta seint í gærkvöldi. Eiginkona hans, Kim Kardashian, var rænd í París á sunnudag eins og vart hefur farið fram hjá neinum.

West, sem er einn þekktasti tónlistarmaður Bandaríkjanna, ætlar hins vegar að halda tónleika í heimaborg sinni Chicago á föstudag líkt og til stóð en hann er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin um þessar mundir.

AFP

Tónleikarnir í Fíladelfíu verða þess í stað haldnir 13. desember og 22 desember í Detroit.

Raunveruleikastjarnan Kardashian var í hótelberbergi sínu á sunnudagskvöldið þegar tveir vopnaðir og grímuklæddir menn réðust þar inn, bundu hana og læstu inni á baðherbergi á meðan þeir létu greipar sópa í skartgripaskríni hennar. Að sögn lögreglu voru ræningjarnir klæddir í lögreglubúninga þegar þeir frömdu ránið. 

Þjófarnir höfðu á brott með sér skartgripi sem eru metnir á um 10 milljónir Bandaríkjadala, eða sem svarar til 1,1 milljarðs íslenskra króna.

West var í miðju lagi á tónleikum í New York þegar honum bárust fregnir af ráninu og rauk út af sviðinu eftir að hafa beðið gesti afsökunar. Hann flaug síðan beint til Parísar. Hjónin, sem hingað til hafa ekki forðast sviðsljósið, hafa ekki veitt nein viðtöl eftir helgina og hunsuðu fréttamenn þegar þau snéru aftur heim til New York í gær.

Kanye West og Kim Kardashian í París á fimmtudag.
Kanye West og Kim Kardashian í París á fimmtudag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes