„Hver ræðst á móður sem missti barn?“

Cathriona White og leikarinn Jim Carrey.
Cathriona White og leikarinn Jim Carrey. Skjáskot af Daily Mail

Móðir fyrrverandi kærustu Jim Carrey sakar leikarann um að vera óheiðarlegan en Carrey segist ekki eiga neina sök á dauða fyrrverandi kærustu sinnar, Cathriona White.

Brigid Sweetman lögsótti Carrey fyrir misgjörðir hans sem að hennar mati urðu þess valdandi að dóttir hennar, White, stytti sér aldur fyrir rúmlega ári síðan.

Sweetman ítrekar einnig ásakanir þess efnis að Carrey hafi smitað White af þremur kynsjúkdómum.

Mark Burt­on, fyrr­ver­andi eig­inmaður Cat­hri­ona White, sem varð síðar unn­usta Car­reys, seg­ir að leik­ar­inn hafi nýtt sér auðævi sín og hversu þekkt­ur hann væri til þess að út­vega henni með ólög­leg­um hætti lyf­seðils­skyld lyf. White lést eftir að hafa tekið inn of stóran skammt lyfseðilsskildra lyfja. 

Carrey sagði málið „mikla synd“ í yfirlýsingu á sínum tíma. Hann hefur nú lögsótt fjölskyldu fyrrverandi kærustu sinnar. 

„Hátterni hans er ógeðslegt og óheiðarlegt. Hver ræðst á móður sem missti barnið sitt? Carrey og lögfræðingar hans eru að reyna að snúa á almenning,“ sagði í yfirlýsingu lögfræðings Sweetman.

Hún heldur því fram að Carrey hafi neitað að opinbera það að hann væri með kynsjúkdóm fyrir þremur árum. Lögfræðingar leikarans hafa áður sagt að ásakanir um kynsjúkdóma og að hann hafi útvegað White lyfin sem bundu enda á líf hennar „algjört kjaftæði.“

„Fyrirgefið mér. Ég var ekki búin til fyrir þennan heim,“ skrifaði White á miða sem fannst á heimili hennar eftir að hún lést.

Frétt mbl.is: Jim Carrey lögsóttur á ný

Jim Carrey.
Jim Carrey. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes