„Hún hótaði að drepa mig“

Leikarinn Bryan Cranston notaði eigin reynslu til að setja sig …
Leikarinn Bryan Cranston notaði eigin reynslu til að setja sig í hlutverk Walter White. AFP

Leikarinn Bryan Cranston hefur greint frá því að ofsóknir sem hann mátti þola af hálfu fyrrverandi kærustu sinnar hafi hjálpað honum að setja sig í hlutverk Walter White, sem hann lék í þáttunum Breaking Bad.

„Hún hótaði mér lífláti. Hún hótaði að drepa mig, og þetta voru stöðugar ofsóknir. Það komu tímabil þar sem ég hélt að ég myndi tapa vitinu,“ sagði leikarinn í nýrri endurminningabók sinni, A Life in Parts.

„Ég var gagntekinn ótta og leið líkt og dýri í búri. Ég áttaði mig á því að ég var fær um að drepa einhvern. Þessi reynsla hjálpaði mér að þróa Walter White. Hann var í raun og veru góður gæi, en umbreyttist síðan í ekki svo góðan gaur. Hann gat verið hreinskilinn við sjálfan sig og sagt, já ég get tekið líf. Það er erfitt að viðurkenna það við spegilmynd sína.“

Frétt Sky

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes