Réðst á sambýlismanninn með skærum

Jocelyn Wildenstein mætti fyrir rétt í gær, en hún var …
Jocelyn Wildenstein mætti fyrir rétt í gær, en hún var handtekin fyrir líkamsárás. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail

Jocelyn Wildenstein, einnig þekkt sem kattakonan, mætti fyrir rétti í gær en hún var handtekin fyrir líkamsárás á þriðjudaginn. Wildenstein, sem er þekkt fyrir að hafa gengist undir ótalmargar fegrunaraðgerðir í tilraun til að líkjast ketti, réðst að sambýlismanni sínum með skærum.

Lloyd Klein, sambýlismaður Wildenstein, neyddist til að loka hana inni í skáp þar til lögreglan kom á vettvang en Wildenstein er sögð hafa stungið hann í bringuna, klórað hann illa í framan og hellt yfir hann heitu kertavaxi.

„Þau höfðu borðað kvöldverð þegar hún snöggreiddist eins og hún gerir gjarnan,“ segir heimildamaður Daily Mail.

„Lloyd var í tölvunni og veitti henni ekki næga athygli, þannig að hún öskraði á hann, tók upp kerti og hellti yfir hann heitu kertavaxi. Síðan réðst hún á hann og klóraði í framan áður en hún greip skæri og stakk hann tvisvar í bringuna.“

Að því loknu lokaði Klein sambýliskonu sína inni í skáp, þaðan sem hún hringdi á lögregluna. Þegar lögreglan kom á vettvang var Wildenstein þó handtekin, en hún hafði sagt lögreglunni að henni væri haldið fanginni af sambýlismanni sínum.

Wildenstein mætti fyrir rétt í gær, en samkvæmt frétt Daily Mail verður henni sleppt úr haldi í kvöld.

Klein, sem átt hefur í sambandi við Wildenstein undanfarin 13 ár, er sagður hafa flutt út af heimili þeirra í Trump-turninum. Ekki hefur verið gefið upp hvort hann muni leggja fram kæru á hendur fyrrverandi sambýliskonu sinni.

Andlit Lloyd Klein var illa útleikið eftir að sambýliskona hans …
Andlit Lloyd Klein var illa útleikið eftir að sambýliskona hans réðst á hann. Ljósmynd / skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes