Seiðandi söngleikjastjarna

Emma Stone með Golden Globestyttuna fyrir bestan leik í aðalhlutverki …
Emma Stone með Golden Globestyttuna fyrir bestan leik í aðalhlutverki í gamanmynd eða söngleik. AFP

Emma Stone er ein af þeim ungu leikkonum sem hafa vakið mikla athygli síðustu ár og í vikunni fékk hún Golden Globe-verðlaun fyrir leik sinn í söngleiknum La La Land. Hún leikur þar á móti Ryan Gosling en myndin segir frá djasspíanista (Gosling) sem fellur fyrir upprennandi leikkonu (Stone). Myndin hefur fengið góða dóma og fékk alls sjö Golden Globe-verðlaun og þykir líkleg til afreka á Óskarnum.

Stone og Gosling í hlutverkum sínum sem Mia og Sebastian …
Stone og Gosling í hlutverkum sínum sem Mia og Sebastian í La La Land.

Stone fæddist 6. nóvember 1988 og er því 28 ára gömul. Hún er fædd og uppalin í Scottsdale í Arizona en móðir hennar var húsmóðir og faðir hennar forstjóri verktakafyrirtækis. Hún hreifst af leiklist strax sem barn og var fyrsta hlutverk hennar á sviði í Þytur í laufi árið 2000.

Hún flutti á unglingsaldri til Los Angeles með móður sinni en fyrsta hlutverk hennar í sjónvarpi var í raunveruleikaþætti VH1 In Search of the New Partridge Family árið 2004 en aðeins var framleiddur einn prufuþáttur. Eftir það fékk hún ýmis lítil sjónvarpshlutverk en vann Young Hollywood-verðlaun fyrir leik sinn í gamanmyndinni Superbad. Aðrar myndir sem hún hefur vakið athygli fyrir eru The Help, Birdman, The Amazing Spider-Man og Easy A. Hún kom í fyrsta sinn fram á Broadway í söngleiknum Kabarett árin 2014-2015.

Í hlutverki sínu sem unglingsstúlkan Olive Penderghast í Easy A.
Í hlutverki sínu sem unglingsstúlkan Olive Penderghast í Easy A.

Hún flutti til New York árið 2009 en flutti í fyrra aftur til Los Angeles. Hún er oft í fjölmiðlum en hefur neitað að ræða einkalíf sitt og reynir að lifa eðlilegu lífi. Hún hefur sagt leikkonurnar Diane Keaton og Marion Cotillard vera í uppáhaldi og hafa veitt sér innblástur. Hún ræktar sambandið við fjölskyldu sína og á góðar vinkonur í Jennifer Lawrence og Taylor Swift.

Afi hennar í föðurætt, Conrad Ostberg Sten, kom úr sænskri fjölskyldu sem gerði eftirnafn sitt Sten enskulegra með því að breyta því í Stone þegar fjölskyldan flutti til Bandaríkjanna. Leikkonan á líka forfeður frá Þýskalandi, Skotlandi, Englandi og Írlandi.

Hún er ein af launahæstu leikkonunum í heiminum og hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna, tvennra BAFTA-verðlauna og hefur unnið tvenn SAG-verðlaun og nú síðast hreppti hún Golden Globe-verðlaun. ingarun@mbl.is

Stone og Gosling settu hand- og fótspor í steypu fyrir …
Stone og Gosling settu hand- og fótspor í steypu fyrir framan TCL Chinese Theatre IMAX í Hollywood. AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes