Upplifði oft að vera eina konan við tökur

Witherspoon segist hafa fengið sig fullsadda af mismununinni í Hollywood.
Witherspoon segist hafa fengið sig fullsadda af mismununinni í Hollywood. AFP

Leikkonan Reese Witherspoon segist búin að fá sig fullsadda af mismununinni sem viðhefst í Hollywood og kallar eftir því að framúrskarandi leikkonur fái meira en vanmetin hlutverk.

„Ég er bara búin að fá nóg. Hlutirnir verða að breytast,“ sagði Witherspoon á blaðamannafundi í Pasadena í Kaliforníu í gær. „Við verðum að fara að sýna konur eins og þær eru í raun og veru. Við verðum. Og ekki bara í kvikmyndahúsum sem hafa agnarlítil fjárráð.“

Witherspoon leikur aðalhlutverið í Big Little Lies, nýrri sjónvarpsseríu HBO. Meðal annarra leikara eru Nicole Kidman, Sheilene Woodley, Zoe Kravitz og Laura Dern.

„Við þurfum að sýna raunverulega reynslu kvenna; hvort sem hún snýr að heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi, móðurhlutverkinu, ástarsamböndum, framhjáhaldi eða skilnaði,“ sagði Witherspoon, 40 ára.

Hún sagðist oftsinnis hafa upplifað að vera eina konan við tökur kvikmynda.

„Það er afar fágætt að finna fimm hlutverk í einu verki sem við myndum allar stökkva á að leika,“ samsinnti Kidman.

Í skýrslu sem kom út 2016 varaði University of California við því að það fjaraði undan konum í Hollywood. Þeim hefði ekki fjölgað heldur þvert á móti fækkað í átta af ellefu geirum kvikmyndaiðnaðarins.

Witherspoon, sem er einnig einn framleiðenda Big Little Lies, hefur lagt áherslu á að koma að kvikmyndum þar sem kona er í aðalhlutverki, m.a. Gone Girl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes