Systir Carey réttir fram sáttarhönd

Samband systranna hefur ekki verið með besta móti undanfarin 20 …
Samband systranna hefur ekki verið með besta móti undanfarin 20 ár. AFP

Alison Carey, eldri systir Mariah Carey, hefur biðlað opinberlega til söngkonunnar og boðist til að rétta fram sáttarhönd.

Systurnar lifa ansi ólíku lífi, en Alison hefur lengi átt við fíknivanda að stríða, auk þess sem hún er sögð vera smituð af HIV.

Frétt mbl.is: Auglýsti vændi með texta systur sinnar

Alison reynir nú að ná tali af systur sinni, og segist vilja lappa upp á samband þeirra sem samkvæmt frétt Mirror hefur verið stopult síðastliðin 20 ár.

„Ég hef gert hluti sem er rangt að gera, og hún sömuleiðis. Í gegnum árin hef ég margoft reynt að ná tali af henni, með öllum leiðum sem mér detta í hug, til þess að  biðja hana afsökunar og athuga hvort við getum byrjað aftur,“ sagði Allison í viðtali.

„Hvorug okkar mun nokkurn tímann koma til með að eiga aðra systir.“

Frétt mbl.is: Kallar Carey norn

Alison Carey hefur í mörg ár reynt að ná tali …
Alison Carey hefur í mörg ár reynt að ná tali af systur sinni. Ljósmynd / skjáskot Mirror
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes