Zelmerlöw syngur á úrslitakvöldinu

Zelmerlöw er á leiðinni til Íslands í apríl.
Zelmerlöw er á leiðinni til Íslands í apríl. AFP

Svíinn Måns Zelmerlöw, sem vann Eurovision-keppnina árið 2015 með laginu Heroes, stígur á svið á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Laugardagshöll 11. mars.

Þar mun hann flytja að minnsta kosti tvö lög, að því er kom fram í fréttum Rúv.

Hefð er fyrir því að erlendar Eurovision-stjörnur komi fram á úrslitakvöldinu hér á landi en í fyrra kom hingað Loreen, sem er einnig sænsk, og flutti lagið Euphoria.

Þrír viðburðir

Viðburðir Söngvakeppninnar verða þrír:

25. febrúar í Háskólabíói – Fyrri lögin sex í undankeppninni.

4. mars í Háskólabíói – Seinni lögin sex í undankeppninni.

11. mars í Laugardalshöll – Sex lög keppa til úrslita og þar kemur í ljós hvaða lag verður framlag Íslendinga til Eurovision söngvakeppninnar 2017 sem haldin verður í Kiev í Úkraínu í maí á þessu ári. Måns Zelmerlöw syngur á sviðinu í Höllinni.

Miðasala 1. febrúar

Miðasala á Söngvakeppnina 2017 hefst á miðvikudaginn 1. febrúar kl. 12.00 á Tix.is.  Hægt verður að kaupa miða á staka viðburði en einnig verður í boði sérstakur tilboðspakki, Alla leið pakkinn , sem gildir á öll þrjú kvöldin.

Í tilkynningu frá Rúv kemur fram að stórskotalið úr íslensku tónlistarsenunni í bland við spennandi nýstirni muni flytja lögin 12 í ár. Sex lög keppa hvort kvöldið.  Lögin eru þessi:

25. febrúar Háskólabíó:

Lag:   Nótt

Höfundur lags:  Sveinn Rúnar Sigurðsson

Höfundar texta:  Ágúst Ibsen og StopWaitGo

Flytjandi:  Aron Hannes Emilsson

Lag:  Bammbaramm

Höfundur lags:  Hildur Kristín Stefánsdóttir

Höfundur texta:  Hildur Kristín Stefánsdóttir

Flytjandi:  Hildur

Lag:  Mér við hlið

Höfundur lags:  Rúnar Eff

Höfundur texta:  Rúnar Eff

Flytjandi:  Rúnar Eff

Lag:  Heim til þín

Höfundur lags:  Júlí Heiðar Halldórsson

Höfundar texta:  Júlí Heiðar Halldórsson og Guðmundur Snorri Sigurðarson

Flytjendur:  Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Birna Borgarsdóttir

Lag:  Skuggamynd

Höfundur lags:  Erna Mist Pétursdóttir

Höfundur texta:  Guðbjörg Magnúsdóttir

Flytjandi:  Erna Mist Pétursdóttir

Lag:  Til mín

Höfundur lags:  Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir

Höfundur texta:  Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir

Flytjendur:  Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir

4. mars – Háskólabíó

 

Lag:  Þú hefur dáleitt mig

Höfundar lags:  Þórunn Erna Clausen, Michael James Down og Aron Brink

Höfundar texta:  Þórunn Erna Clausen og William Taylor

Flytjandi:  Aron Brink

Lag:  Hvað með það?

Höfundur lags:  Daði Freyr Pétursson

Höfundur texta:  Daði Freyr Pétursson

Flytjandi:  Daði Freyr Pétursson

Lag:  Ég veit það

Höfundar lags:  Einar Egilsson, Svala Björgvinsdóttir, Lester Mendez og Lily Elise

Höfundur texta:  Stefán Hilmarsson

Flytjandi:  Svala Björgvinsdóttir

Lag:  Þú og ég

Höfundur lags:  Mark Brink

Höfundur texta:  Mark Brink

Flytjendur:  Páll Rósinkranz og Kristina Bærendsen

Lag:  Ástfangin

Höfundur lags:  Linda Hartmanns

Höfundur texta:  Linda Hartmanns og Erla Bolladóttir

Flytjandi:  Linda Hartmanns

Lag:  Treystu á mig

Höfundur lags:  Iðunn Ásgeirsdóttir

Höfundur texta:  Ragnheiður Bjarnadóttir

Flytjandi:  Sólveig Ásgeirsdóttir

Hægt er að hlusta á öll lögin, bæði á íslensku og ensku á Rúv.  Tónlistin er einnig fáanleg á Spotify, i-tunes, Deezer og Tidal.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes